Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ingvar endaði í 9. sæti á ÓL ungmenna | Hulda í 29. sæti
Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon. Mynd: ÍSÍ
Föstudagur 12. október 2018 kl. 09:43

Ingvar endaði í 9. sæti á ÓL ungmenna | Hulda í 29. sæti

Ingvar Andri Magnússon og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr GKG, spiluðu í gær lokahringinn í einstaklingskeppninni á Ólympíuleikum ungmenna sem fer fram í Buenos Aires í Argentínu.

Ingvar Andri lék jafnt og gott golf alla þrjá hringina og endaði í 9. sæti í strákaflokki á 8 höggum yfir pari (74-73-71). Hulda Clara lék sömuleiðis stöðugt golf (81-82-82) en endaði í 29. sæti á 35 höggum yfir pari.

Ástralar hrepptu gull í báðum flokkum. Karl Vilips lék best í strákaflokki eða á 4 höggum undir pari og Grace Kim lék best í stúlknaflokki á einu höggi yfir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar keppa á golfmóti sem tengist Ólympíuleikunum. Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ, er með í för en alls eru níu keppendur frá Íslandi á leikunum.

Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)