Fréttir

Ísland endaði í 12. sæti á EM +50 karla
Mynd fengin af Facebook síðu Gauta Grétarssonar.
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 18:26

Ísland endaði í 12. sæti á EM +50 karla

Íslenska karlalandsliðið, skipað kylfingum 50 ára og eldri, endaði um helgina í 12. sæti á EM landsliða. Alls voru 21 þjóð skráð til leiks. 

Afreksnefnd GSÍ og afreksstjóri GSÍ völdu liðið sem var þannig skipað.

Gauti Grétarsson, NK
Guðmundur Arason, GR
Gunnar Þór Halldórsson, GK
Jón Gunnar Traustason, GÖ
Guðni Vignir Sveinsson, GS
Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ

Eftir höggleikinn lék íslenska liðið í B-riðli og gat þá best endað í 9. sæti. Eftir naumt tap gegn Norðmönnum (3-2) í lokaleiknum var ljóst að liðið endaði í 12. sæti. Þar áður hafði íslenska liðið unnið lið Austurríkis og tapað gegn Finnum.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.

Ísak Jasonarson
[email protected]