Fréttir

Ísland endaði í 16. sæti á EM golfkennara
Mosfellingarnir Davíð Gunnlaugsson (l.t.v.) og Peter Bronson (fyrir miðju) eru báðir í liði Íslands.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 21:27

Ísland endaði í 16. sæti á EM golfkennara

Davíð Gunnlaugsson, Derrick Moore og Peter Bronson léku fyrir hönd Íslands á Evrópumóti golfkennara í Portúgal sem fram fór dagana 3.-5. desember.

Íslenska liðið endaði í 16. sæti í mótinu af 18 þjóðum sem tóku þátt að þessu sinni.

Davíð, Peter og Derrick spiluðu allir svipað golf í mótin en Davíð endaði efstur af hópnum á 16 höggum yfir pari í heildina í 44. sæti.

Skor íslenska hópsins:

44. sæti: Davíð Gunnlaugsson, 81, 76, 78
46. sæti: Peter Bronson, 76, 79, 81
48. sæti: Derrick Moore, 74, 84, 79

Lið Hollands fagnaði sigri í mótinu á 13 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Belgum og Ítölum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Derrick Moore.