Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ísland endaði jafnt í 35. sæti á HM áhugamanna
Aron Snær Júlíusson
Laugardagur 8. september 2018 kl. 21:10

Ísland endaði jafnt í 35. sæti á HM áhugamanna

Íslenska karlalandsliðið endaði jafnt í 35. sæti á Eisenhower Trophy mótinu, eða heimsmeistaramóti áhugamanna, sem lauk í dag á Írlandi. Liðið átti sinn besta dag í dag en það lék á 139 höggum eða fimm höggum undir pari.

Fyrir hönd Íslands léku þeir Aron Snær Júlíusson, Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson. Það var Aron Snær sem endaði best í mótinu en Bjarki átti aftur á móti besta hring dagsins í dag.

Aron Snær lék á 72 höggum í dag eða pari vallar. Hann endaði mótið á samtals 285 höggum eða fimm höggum undir pari og endaði hann jafn í 57. sæti.


Bjarki Pétursson.

Bjarki lék frábært golf í dag og kom í hús á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Með því kom hann sér aftur niður á parið í mótinu og endaði hann þá jafn í 87. sæti.


Gísli Sveinbergsson.

Gísli átti sinn besta hring í dag. Hann kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Mótið endaði hann á samtals 292 höggum eða einu höggi yfir pari og varð hann jafn í 96. sæti.

Það var danska liðið sem sigraði á samtals 39 höggum undir pari.

Lokastöðu einstaklingskeppninnar má sjá hérna.
Lokastöðu liðakeppninnar má sjá hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)