Fréttir

Íslandsmótið: Barátta milli Guðrúnar og Sögu í kvennaflokki
Guðrún Brá slær hér á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 10. ágúst 2019 kl. 17:12

Íslandsmótið: Barátta milli Guðrúnar og Sögu í kvennaflokki

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Guðrún Brá er samtals á fjórum höggum undir pari, fjórum höggum á undan Sögu Traustadóttur sem er önnur.

Á þriðja hringnum fékk Guðrún alls fjóra fugla og þrjá skolla og kom inn á 70 höggum. Saga lék einnig á höggi undir pari en hún fékk fimm fugla. Búast má við einvígi milli þeirra tveggja á lokahringnum en fjögur högg skilja Sögu og Nínu Björk Geirsdóttur að en hún er í þriðja sæti á fjórum höggum yfir pari.

Takist Guðrúnu Brá að sigra á morgun verður það annar Íslandsmeistaratitill hennar á jafnmörgum árum en hún sigraði eftirminnilega á Íslandsmótinu í fyrra í Vestmannaeyjum.

Berglind Björnsdóttir er í fjórða sæti á 7 höggum yfir pari, þremur höggum á undan Helgu Kristínu Einarsdóttur og Huldu Clöru Gestsdóttur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-69-70) 209 högg (-4)
2. Saga Traustadóttir, GR (69-74-70) 213 högg (par)
3. Nína Björk Geirsdóttir, GM 73-69-75  217 högg (+4)
4. Berglind Björnsdóttir, GR 73-73-74 220 högg (+7)
5.-6. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 69-78-76 223 högg (+10)
5.-6. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76-75-72 223 högg (+10)

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640