Fréttir

Íslandsmótið í höggleik fer fram á Grafarholtsvelli
Mánudagur 13. maí 2019 kl. 15:41

Íslandsmótið í höggleik fer fram á Grafarholtsvelli

Golfsamband Íslands greindi frá því fyrr í dag á heimasíðu sinni golf.is að Íslandsmótið í höggleik færi fram á Grafarholtsvelli.

Í mótskrá GSÍ sem birt var fyrr á árinu átti Íslandsmótið í höggleik að fara fram á Korpúlfsstaðavelli en hefur það nú verið fært yfir á Grafarholtsvöll. Eins og flestir vita eru báðir vellirnir hluti af Golfklúbbi Reykjavíkur.

Síðast fór Íslandsmótið í höggleik fram á Grafarholtsvelli árið 2009, eða fyrir 10 árum, og voru það þau Ólafur Björn Loftsson og Valdís Þóra Jónsdóttir sem fögnuðu sigri það árið.

Rúnar Arnórsson
[email protected]