Fréttir

Íslandsmótið í holukeppni: Fimm af sex riðlum óráðnir hjá kvennmönnunum
Særós Eva Óskarsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 19:40

Íslandsmótið í holukeppni: Fimm af sex riðlum óráðnir hjá kvennmönnunum

Íslandsmótið í holukeppni hófst í dag við góðar aðstæður á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Tvær umferðir voru leiknar í dag og er aðeins einn riðill sem er ráðinn og því vona á spennandi lokaumferð sem verður leikinn í fyrramálið.

Leikið er í sex riðlum og eru fjórir kylfingar í hverjum riðli. Allir mæta öllum og kemst einn kylfingur upp úr hverjum riðli ásamt tveimur kylfingum sem enda í öðru sæti.

Það er Særós Eva Óskarsdóttir sem er búinn að tryggja sig áfram í áttamanna úrslit en hún bar sigurorð af Helgu Kristínu Einarsdóttur og Evu Maríu Gestsdóttur. Hinir fimm riðlarnir eru allir óráðnir og ræðst það fyrir hádegi á morgun hverjir komast áfram í áttamanna úrslit.

Hérna má sjá öll úrslit frá deginum og stöðuna í öllum riðlunum.