Fréttir

Íslandsmótið: Kristófer Karl sló fyrsta högg mótsins
Kristófer Karl Karlsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 6. ágúst 2020 kl. 07:59

Íslandsmótið: Kristófer Karl sló fyrsta högg mótsins

Íslandsmótið í höggleik 2020 er farið af stað á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Fyrstu keppendur eru nú byrjaðir að spila við ágætar aðstæður í Mosfellsbæ.

Áður en fyrstu menn fóru af stað í morgun slógu þeir Örn Höskuldsson og Georg Tryggvason, stofnendur Kjalar, og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, heiðurshögg mótsins.

Þeir Kristófer Karl Karlsson, Hlynur Geir Hjartarson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson leika í fyrsta holli dagsins og var það klúbbmeistari GM, Kristófer Karl, sem fékk þann heiður að slá fyrsta högg mótsins.

Kristófer lét það ekki hafa áhrif á taugarnar og fékk fugl á fyrstu holu og er á höggi undir pari eftir þrjár holur.

Á Instagram síðu golf.is má sjá þegar fyrstu menn fóru af stað í morgun.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni. Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu sem lýkur á sunnudaginn.