Fréttir

Íslendingarnir náðu sér ekki á strik í Svíþjóð í dag
Frá Fjällbacka Golfklubb í Svíþjóð. Ljósmynd: nordicgolfers.com
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 18. maí 2022 kl. 18:11

Íslendingarnir náðu sér ekki á strik í Svíþjóð í dag

Þrír íslenskir kylfingar leika um þessar mundir á Stora Hotellet Fjällbacka Open á Ecco-mótaröðinni en leikið er á Fjällbacka Golfklubb í Svíþjóð.

Þeir Bjarki Pétursson úr GKG, Andri Þór Björnsson úr GR og Aron Bergsson sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð eru meðal þátttakenda.

Íslendingarnir náðu sér ekki alveg á strik á fyrsta hring í dag. Bjarki Pétursson kom í hús á 73 högum eða á 2 höggum yfir pari vallarins og situr eins og er í 80.-96. sæti. Andri Þór Björnsson kom inn á 74 höggum eða á 3 höggum yfir pari vallarins og situr sem stendur í 97.-113. sæti. Aron Bergsson lék þá á 75 höggum eða á 4 höggum yfir pari vallarins í Fjällbacka og situr sem stendur í 114.-126. sæti í mótinu.

Fimm kylfingar frá Svíþjóð leiða eftir fyrsta hringinn á 4 höggum undir pari.

Staðan á mótinu

Skorkort Bjarka

Skorkort Andra Þórs

Skorkort Arons Bergssonar