Fréttir

Íslenska kvennalandsliðið í golfi skipað kylfingum 50 ára og eldri náði í bronsið
Íslenska landsliðið.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 19:17

Íslenska kvennalandsliðið í golfi skipað kylfingum 50 ára og eldri náði í bronsið

Íslenska kvennalandsliðið í golfi skipað kylfingum 50 ára og eldri lauk í dag leik á Marisa Sgaravatti Trophy mótinu. Liðið náði frábærum árangri og endaði mótið í þriðja sæti eftir sigur gegn Sviss í leiknum um bronsið. Leikið var á Binowa Park vellinum í Póllandi.

Lið Íslands var skipað þeim Ásgerði Sverrisdóttur, Guðrúnu Garðarsdóttur, Kristínu Sigurbergsdóttur, Maríu Guðnadóttur og Ragnheiði Sigurðardóttur. Liðstjóri var Magdalena Sirrý Þórðardóttir.

Í leiknum um þriðja sætið lék íslenska liðið gegn Sviss og unnu þær leikinn nokkuð örugglega. Fimm stig voru í boði og fékk Ísland 4,5 á meðan Sviss náði aðeins í 0,5 stig.

Það var ítalska liðið sem fagnaði sigri en nánari upplýsingar um mótið er að finna hérna.


Íslensku konurnar á verðlaunaafhendingunni.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640