Fréttir

Íslensku kennararnir í 16. sæti fyrir lokadaginn
Mosfellingarnir Davíð Gunnlaugsson (l.t.v.) og Peter Bronson (fyrir miðju) eru báðir í liði Íslands.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 23:16

Íslensku kennararnir í 16. sæti fyrir lokadaginn

Davíð Gunnlaugsson, Derrick Moore og Peter Bronson skipa lið Íslands sem keppir á Evrópumóti golfkennara í Portúgal dagana 3.-5. desember.

Eftir tvo keppnisdaga eru íslensku kennararnir í 16. sæti af 18 liðum á 13 höggum yfir pari. Íslenska liðið er nær 8. sæti en því 17. fyrir lokahringinn og því frekar líkur á að liðið vinni sig upp listann á fimmtudaginn þegar lokahringurinn fer fram.

Peter Bronson hefur leikið best af íslenska hópnum en hann er á 9 höggum yfir pari eftir tvo hringi. Davíð kemur næstur á 11 höggum yfir pari eftir flottan annan hring (76) og Derrick rekur lestina á 12 höggum yfir pari en hann var nokkuð ofarlega að fyrsta hring loknum þar sem hann spilaði á 74 höggum.

Skor íslensku keppendanna:

Lokahringur mótsins fer fram á fimmtudag. Hér er hægt að sjá stöðuna.