Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Íslensku kylfingarnir um miðjan hóp í Portúgal
Frá vinstri: Aron Emil Gunnarsson, Pétur Sigurdór Pálsson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir.
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 21:31

Íslensku kylfingarnir um miðjan hóp í Portúgal

Fjórir íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda á Portuguese Intercollegiate Open mótinu sem fer fram Penha Long golfsvæðinu.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þau Daníel Ísak Steinarsson, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Pétur Sigurdór Pálsson og Aron Emil Gunnarsson.

Daníel Ísak hefur leikið fyrstu tvo hringina á 79 og 77 höggum og er á 12 höggum yfir pari í 19. sæti í strákaflokki.

Pétur Sigurdór er á 22 höggum yfir pari (82, 84) jafn í 44. sæti og Aron Emil á 27 höggum yfir pari og jafn í 55. sæti.

Í stúlknaflokki er Heiðrún Anna á 29 höggum yfir pari (89, 84) og jöfn í 12. sæti.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, þriðjudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)