Fréttir

Jeff Winther með klúður helgarinnar
Jeff Winther.
Laugardagur 16. mars 2019 kl. 18:00

Jeff Winther með klúður helgarinnar

Það má með sanni segja að danski kylfingurinn Jeff Winther eigi klúður helgarinnar ef svo má að orði komast.

Eftir að hafa leikið fyrsta hring Kenya Open mótsins á Evrópumótaröðinni á 80 höggum, eða níu höggum yfir pari, ákvað Winther að panta sér flug heim frá Keníu. Hann lék aftur á móti á 64 höggum í gær, eða sjö höggum undir pari, og komst við það í gegnum niðurskurðinn þar sem hann miðaðist við kylfinga sem voru á tveimur höggum yfir pari og betur.

Hann sat þá uppi með flugmiða frá Keníu sem reyndist það dýr að hann þarf að enda mótið á meðal 20 efstu til að koma út á sléttu. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

No pressure @jeffwinthergolf 😅 #MagicalKenyaOpen

A post shared by European Tour (@europeantour) on

Eftir þrjá hringi er hann jafn í 70. sæti á þremur höggum yfir pari og ljóst að hann þarf að leika vel á morgun ætli hann sér að enda á meðal 20 efstu.