Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Jim 'Bones' Mackay með skemmtilega sögu af Phil Mickelson
Jim 'Bones' Mackay
Mánudagur 7. janúar 2019 kl. 12:00

Jim 'Bones' Mackay með skemmtilega sögu af Phil Mickelson

Kylfuberar hafa eflaust margir hverjir skemmtilegar sögur að segja af vinnuveitanda sínum en það eru eflaust fáir sem hafa eins margar sögur og Jim 'Bones' Mackay, fyrrum kylfuberi Phil Mickelson.

Bones, eins og hann er oft kallaður, lét af störfum sem kylfuberi Mickelson fyrir um tveimur árum og hefur síðan þá verið að vinna fyrir Golf Channel. Á fyrsta móti ársins, Sentry Tournament of Champions sem lauk í gær, kom Bones með ansi skemmtilega frásögn frá fyrstu árum sínum með Mickelson.

„Ég hef tekið eftir því að þessa vikuna hefur Rory verið að nota bolta númer fimm. Þessir kylfingar þeir elska sumar tölur og hata aðrar. Þegar ég byrjaði að vinna með Phil Mickelson á tíunda áratugnum sagði hann við mig „aldrei láta mig fá bolta sem er númer tvö.“ Nokkrum árum síðar vorum við í umspili á móti Fred Couples á Tournament of Champions mótinu og að sjálfsöðug voru einu kúlurnar sem við áttum eftir númer tvö. Hann fór út og náði á einhvern hátt að vinna og að sjálfsögðu var bolti númer tvö notaður þegar mikið var undir næstu 10 árin.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)