Fréttir

Jóhanna Lea fór holu í höggi
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 10:00

Jóhanna Lea fór holu í höggi

Þær voru gríðarlega erfiðar aðstæðurnar á öðrum degi Íslandsmóts unglinga í Leirdal, brjálað rok, völlurinn þurr og flatirnar hraðar. Það breytti því ekki að GR-ingurinn Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir spilaði frábært golf, sérstaklega á seinni níu holunum.

Á þrettándu holu voru aðstæður þannig að stífur hliðar mótvindur gerði kylfingum erfitt fyrir auk þess sem holustaðsetningin vægast sagt krefjandi. Á þessum degi var meðalskorið á holunni 4,29 högg, næst erfiðasta hola vallarins. Jóanna Lea mældi 128 metra í pinna, sló með sjö járni hið fullkomna golfhögg og fór holu í höggi.

Jóhanna fylgdi draumahögginu eftir með því að landa Íslandsmeistaratitlinum í flokki 17-18 ára. Góð vika hjá stúlkunni.