Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Jóhannes og Björn Óskar léku vel á LC Toyota Invitational
Jóhannes Guðmundsson.
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 22:18

Jóhannes og Björn Óskar léku vel á LC Toyota Invitational

Jóhannes Guðmundsson, GR, og Björn Óskar Guðjónsson, GM, voru á meðal keppenda á Lake Charles Toyota Invitational mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 18.-19. mars.

Báðir léku þeir vel í mótinu en Jóhannes endaði samtals á 2 höggum undir pari eftir þrjá hringi á meðan Björn Óskar lék á parinu.

Því miður fyrir lið Jóhannesar, Stephen F. Austin skólann, taldi skor hans ekki en hann lék sem einstaklingur í mótinu. Jóhannes lék á næsta besta skorinu í sínu liði og endaði í 32. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið Björns Óskars, Louisiana Lafayette, endaði í 10. sæti í mótinu og varð Björn Óskar í 43. sæti í einstaklingskeppninni.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Björn Óskar Guðjónsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)