Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Johnson ekki mikið að spá í reglubreytingunum
Dustin Johnson.
Miðvikudagur 9. janúar 2019 kl. 16:23

Johnson ekki mikið að spá í reglubreytingunum

Líkt og fjallað hefur verið um hér á Kylfingi urðu víðtækar breytingar á golfreglunum um áramótin og tóku þau því gildi í fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni dagana 3.-6. janúar.

Einn besti kylfingur heims, Dustin Johnson, virtist þó ekki kippa sér mikið upp við það og kom það í ljós á blaðamannafundi fyrir mótið þegar hann var spurður út í breytingarnar.

„Ég var einmitt að skoða þetta [í fyrsta skiptið] í svona mínútu áður en ég kom hingað," sagði Johnson við blaðamenn. „Þeir eru með stórt plaggat í búningsklefanum.“

Þrátt fyrir víti á 2. hring kom vanþekking Johnson ekki svo mikið að sök í fyrsta móti ársins þar sem hann endaði jafn í 4. sæti. Samkvæmt kylfusveini hans ætla þeir þó að fara saman yfir helstu breytingarnar á næstu dögum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)