Fréttir

Johnson með þægilega forystu á lokamótinu
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 7. september 2020 kl. 08:58

Johnson með þægilega forystu á lokamótinu

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson fer með fimm högga forystu inn í lokahringinn á Tour Championship mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni um þessar mundir. Lokahringur mótsins fer fram í dag, mánudag.

Johnson hefur leikið hringina þrjá á 9 höggum undir pari og er samtals á 19 höggum undir pari í mótinu þar sem hann hóf leik á 10 höggum undir pari. Í gær lék hann á 64 höggum sem er besta skor mótsins til þessa og því erfitt fyrir aðra kylfinga að halda í við Bandaríkjamanninn högglanga.

Xander Schauffele og Justin Thomas eru jafnir í 2. sæti á 14 höggum undir par, fimm höggum á eftir Johnson. Jon Rahm, sem sigraði á síðasta móti, er svo í 4. sæti á 13 höggum undir pari.

Rory McIlroy, sem hefur titil að verja, er jafn í 9. sæti á 8 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

@DJohnsonPGA on a mission for the #FedExCup.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on