Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Johnson segist nálgast besta form lífs síns
Dustin Johnson.
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 13:00

Johnson segist nálgast besta form lífs síns

Fyrir tæpum tveimur árum var Dustin Johnson búinn að vinna þrjú mót í röð þegar að hann mætti til leiks á Masters mótinu. Þá lenti hann í því að renna í stiga með þeim afleiðingum að hann þurfti að draga sig úr leik.

Eftir að hafa unnið tvö af síðustu fimm mótum segist Johnson loksins vera komast í það form sem hann var í árið 2017. Það verður að teljast ansi ógnvekjandi fyrir keppinauta hans þar sem hann var algjörlega ósigrandi í byrjun árs árið 2017.

„Ég er að klárlega að færast nær [því formi sem ég var árið 2017]. Sveiflan er að verða betri og mér finnst boltaflugið orðið stöðugra.“

„Ég meina árið 2017 var besta form sem ég hef verið í á mínum ferli og það að hafa meiðst, það hefur tekið mikinn tíma að komast þangað aftur. Ég hef ekki verið nálægt því formi fyrr en núna.“

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)