Fréttir

Jones sigraði á Opna ástralska
Matt Jones. Mynd: Golfsupport.nl
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 8. desember 2019 kl. 15:00

Jones sigraði á Opna ástralska

Ástralinn Matt Jones fagnaði í dag sigri á Opna ástralska mótinu sem fór fram um helgina.

Jones lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan Suður-Afríkubúanum Louis Oosthuizen.

Jones hélt að hann mætti fá skolla á lokaholunni en stuttu áður en hann gekk að flötinni sá hann að Oosthuizen hefði fengið örn á síðustu þurfti hann allt í einu að bjarga parinu fyrir sigri. Sem betur fer fyrir hann tókst það og annar sigur Jones á mótinu staðreynd.

„Ég var mjög rólegur alla vikuna,“ sagði Jones eftir sigurinn. „Ég var miklu meira stressaður árið 2015 þegar ég vann. Ég var rólegur þessa vikuna, alla vikuna og í dag ótrúlega rólegur. Ég kom mér í nokkrar óþægilegar stöður, en stutta spilið, sem  ég treysti mikið á, bjargaði mér og mér tókst að klára þetta.“

Lokastaða efstu manna:

1. Matt Jones, -15
2. Louis Oosthuizen, -14
3. Takumi Kanaya, -9
3. Aaron Pike, -9
5. Paul Casey, -8
5. Greg Chalmers, -8
5. Denzel Ieremia, -8
5. Cameron Tringale, -8
5. Chun-An Yu, -8

Hér er hægt að sjá lokastöðuna.


Matt Jones.