Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Jordan Spieth tilbúinn að hefja nýtt tímabil
Jordan Spieth
Fimmtudagur 10. janúar 2019 kl. 10:00

Jordan Spieth tilbúinn að hefja nýtt tímabil

Jordan Spieth hefur unnið 11 sinnum á PGA mótaröðinni. Fyrsti sigur hans kom árið 2013 og 10 sigrar komu svo á árunum 2015-2017. Það voru því mikil vonbrigði fyrir hann að vinna ekki eitt einasta mót í fyrra. Hann mætir til leiks í dag þegar Sony Open mótið hefst og segist hann vera tilbúinn í nýtt ár.

„Ég er ekki stressaður, mér finnst ég ekki þurfa gera neitt sérstakt. Ég er þolinmóður hvað varðar framhaldið af því að ég veit að ég er að vinna í réttu hlutunum.“

Hann sagði einnig að hann væri ekki sáttur með síðasta ár.

„Ég var að sjálfsögðu pirraður með síðasta tímabil. En það er eitthvað sem ég vissi að gerðist á einhverjum tímapunkti á ferlinum. Ég væri mikið til að í að vinna aftur. Mig klæjar í fingurnar. Nú er það bara að vera stöðugur og þá sér maður niðurstöður.“

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)