Fréttir

Justin Thomas kominn með 10 sigra á PGA mótaröðinni
Justin Thomas.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 13:10

Justin Thomas kominn með 10 sigra á PGA mótaröðinni

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á BMW meistaramótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni um helgina. Sigurinn markaði ákveðin tímamót í ferli Thomas en hann er nú kominn með 10 sigra á mótaröðinni á sínum farsæla ferli.

Thomas, sem er þó ekki nema 26 ára gamall, vann sitt fyrsta mót á mótaröðinni árið 2015 og kom sá sigur á CIMB Classic. Ári seinna sigraði hann á sama móti og við tók mikil sigurganga þar sem hann vann fimm mót til viðbótar næsta árið.

Stærsti sigur Thomas kom árið 2017 þegar hann sigraði á PGA meistaramótinu og er það eini risamóts titill Thomas til þessa.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er TOUR Championship mótið sem fer fram um næstu helgi. Með sigri í mótinu getur Thomas endað efstur á FedEx listanum í annað skiptið á síðustu þremur árum.

Sigrar Justin Thomas á PGA mótaröðinni:

2015, CIMB Classic
2016, CIMB Classic (2)
2017, SBS Tournament of Champions
2017, Sony Open
2017, PGA Championship
2017, Dell Technologies Championship
2017, CJ Cup
2018, Honda Classic
2018, Bridgestone Invitational
2019, BMW Championship

View this post on Instagram

Milestone achievement. 🤙 #LiveUnderPar

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on