Fréttir

Kaymer leitar að nýjum kylfusveini
Laugardagur 15. september 2018 kl. 08:00

Kaymer leitar að nýjum kylfusveini

Samstarfi Craig Connelly og Martin Kaymer er lokið ef marka má heimildir Bunkered.co.uk þar sem greint er frá því að Connelly sé hættur að bera kylfur Þjóðverjans.

Connelly hefur verið á pokanum hjá Kaymer í langan tíma en þeir voru meðal annars saman þegar Kaymer sigraði á PGA meistaramótinu árið 2010 og Players mótinu og Opna bandaríska mótinu árið 2014.

Kaymer, sem er orðinn 33 ára gamall, hefur ekki leikið nógu vel undanfarin ár. Þrátt fyrir að enda í 2. sæti á BMW Championship mótinu á Evrópumótaröðinni fór þessi fyrrum efsti kylfingur heimslistans niður í 146. sæti í heiminum og endaði þar að auki í 213. sæti á stigalista PGA mótaraðarinnar.

Seinna í mánuðinum fer Ryder keppnin fram í París. Það verður fyrsta Ryder keppnin frá árinu 2008 þar sem Kaymer verður ekki í liðinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]