Fréttir

Kaymer segist hafa hugsað illa um leikinn sinn síðustu ár
Martin Kaymer.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 19:30

Kaymer segist hafa hugsað illa um leikinn sinn síðustu ár

Martin Kaymer hefur eytt miklum tíma undanfarið í að vinna í þeim veikleikum sem hafa hindrað hann í því að vera á meðal bestu kylfinga í heimi og er staðráðinn í því að komast þangað að nýju.

Kaymer viðurkenndi í viðtali fyrir Oman Open sem hefst á morgun að hann hafi vanrækt þá þætti leiksins sem hafa valdið honum hvað mestum vonbrigðum undanfarin ár og olli það því að í lok síðasta árs var hann kominn í 125. sæti heimslistans.

Þessu fyrrum efsti maður heimslistans hefur ekki unnið mót síðan hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2014 og var það annað risamótið sem hann vann. Hann hefur aftur á móti byrjað árið 2020 vel og í þremur mótum hefur hann alltaf endað á meðal 20 efstu.

„Ég var lítið að spá í hlutunum síðustu tvö til þrjú tímabil og ég hugsaði ekki vel um leikinn minn. Ég var ekkert að vinna í neinu sérstöku síðustu árin þannig að það var orðið nokkuð augljóst hvar veikleikar mínar lágu og ég var farinn að tapa mörgum höggum á flötunum. Frá 2,5-3 metra þá hef ég ekki verið að setja neitt ofan í og þar af leiðandi hef ég ekki náð að spila nógu vel til að vera í baráttunni á sunnudegi.“

„Í ár er ég með gott plan og ég ætla að reyna komast í Ryder bikarinn, Olympíuleikana, Masters mótið og Opna mótið. Ég hef leikið í öllum þessum mótum áður en núna er það ekki öruggt og ég er því spenntur að reyna ná þeim markmiðum.“