Fréttir

Kim skemmti sér, borðaði og fjárfesti fyrir verðlaunafé úr lokamóti síðasta tímabils
Sei Young Kim.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 17. janúar 2020 kl. 11:00

Kim skemmti sér, borðaði og fjárfesti fyrir verðlaunafé úr lokamóti síðasta tímabils

Það er að miklu að vinna í heimi atvinnukylfinga og þar til nýlega hefur það aðeins átt við karlmenn. Síðastliðin nóvember fékk Sei Young Kim aftur á móti 1,5 milljón dollara fyrir sigur sinn á lokamóti síðasta tímabils. Því þurfti hún að spyrja sig hvað hún ætlaði að gera við svo mikinn pening. Enginn kvennmaður hefur nokkurtímann þurft að spyrja sig þessarar spurningu eftir sigur þar sem þetta er mesta verðlaunafé í sögu kvennagolfs.

„Hversu mörg núll eru þarna,“ sagði Kim að hún hefði spurt sjálfa sig þegar hún sá inngreiðsluna á bankareikningi sínum. „Þetta er mikill peningur.“

Annars sagði Kim sjálf að hún hefði skemmt sér, borðað og fjárfest fyrir megnið af peningnum.

„Ég skemmti mér, eiginlega alla daga. Og ég borðaði mikið,“ sagði Kim hlæjandi. „Ég keypti mikið af mat.“

Maturinn var aðallega fyrir ættingja og vini sem voru að fagna 10. sigri hennar á LPGA mótaröðinni í heimalandi hennar, Suður-Kóreu. Kim er þó hvergi nærri hætt því hún er með háleit markmið fyrir 2020.

Eins og staðan er í dag er Kim í 5. sæti heimslistans og er hún sá kvennmaður sem er hæst á listanum án þess að hafa unnið risamót. Eitt af markmiðum ársins er að bæta úr því ásamt því að komast á Ólympíuleikana í Japan.

„Það eru stærstu markmið ársins,“ sagði Kim eftir að hafa leikið á 66 höggum á fyrsta hring Diamond Resorts Tournament of Champions  mótsins sem hófst í gær.

Í pro-am mótinu sem var haldið fyrir mótið á miðvikudaginn lék hún með einum af hæstráðanda hjá Coca-Cola fyrirtækinu og sagði hún að hún hafi spurt hann út í það hvað hún ætti að gera við svo mikinn pening.

„Hann sagði mér að breyta ekki hvernig ég lifi, halda þessu einföldu og halda áfram að þéna mikinn pening.“