Fréttir

Kjartan S. Kjartansson fór holu í höggi á 17. holu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 14:33

Kjartan S. Kjartansson fór holu í höggi á 17. holu

Kjartan Sigurjón Kjartansson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu Leirdalsvallar á fyrsta degi Íslandsmóts unglinga. Kjartan sló með 50° fleygjárni, boltinn lenti nálægt flaggi og rúllaði um 2 metra fram fyrir flaggið og spann sig svo til baka í miðja holu.

Kjartan var í fyrsta holli mótsins með  Breka Gunnarssyni Arndal. Fagnaðalætin voru mikil og einlæg. Þeir félagar eiga jafnframt hrós fyrir leikhraðann en þeir spiluðu 18 holurnar á 2 tímum og 50 mínútum.

Þetta er í þriðja sinn sem hann nær að fara holu í höggi. Leikhraði félaganna vakti athygli og var til fyrirmyndar.