Fréttir

Klárist PGA mótið ekki í dag kemst Justin Rose í efsta sæti heimslistans
Justin Rose
Mánudagur 10. september 2018 kl. 10:00

Klárist PGA mótið ekki í dag kemst Justin Rose í efsta sæti heimslistans

Veðrið hefur átt stóran þátt í BMW Championship mótinu, þriðja móti FedEx úrslitakeppninnar, en stjórnendur mótsins hafa í tvígang þurft að flýta teigtímum til þess að reyna ljúka leik þann dag. Það hafði allt saman verið á áætlun þar til í gær, þá loks hafði veðrið betur og tóku stjórnendur mótsins þá ákvörðun að reyna ljúka við mótið í dag.

Reglurnar kveða á um það að nái helmingur keppenda ekki að ljúka leik í dag þá verður mótinu aflýst og staðan eftir 54 holur gildir. Það er eflaust einn maður sem hefði ekkert á móti því ef það yrði niðurstaðan. 

Forystusauðurinn, Justin Rose, ynni ekki aðeins sitt 10. mót á PGA mótaröðinni, heldur kæmist hann einnig upp í annað sætið á FedEx listanum og væri því enn nær því að vinna þær 10 milljónir dollara sem eru undir fyrir þann sem vinnur FedEx bikarinn. Síðast en ekki síst þá kæmist Rose í efsta sæti heimslistans. 

Rose tæki þá við keflinu af Dustin Johnson sem hefur setið þar um nokkur skeið og yrði hann fjórði Englendingurinn á eftir þeim Sir Nick Faldo, Lee Westwood og Luke Donald.