Fréttir

Ko búin að halda efsta sætinu í 7 vikur
Jin Young Ko.
Þriðjudagur 21. maí 2019 kl. 10:00

Ko búin að halda efsta sætinu í 7 vikur

Jin-Young Ko er efsti kylfingur heimslista kvenna sem var uppfærður í dag eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims. Ekki var leikið á LPGA mótaröðinni og því urðu fáar breytingar á efstu sætunum en sigurvegari helgarinnar á LET mótaröðinni fór upp um nokkur sæti.

Jin-Young Ko, sem hefur nú þegar sigrað á tveimur mótum á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili, er nú búin að vera í efsta sæti heimslistans í 7 vikur. Hún nálgast árangur Ai Miyazato sem var á sínum tíma í 11 vikur í efsta sætinu.

Celine Herbin, sem sigraði á Spáni á LET mótaröðinni um helgina, færðist upp um heil 44 sæti milli vikna og situr nú í 215. sæti. Það er þó töluvert frá hennar besta en hún komst upp í 165. sæti árið 2015 eftir sinn fyrsta sigur á LET mótaröðinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista kvenna í golfi.

Ísak Jasonarson
[email protected]