Fréttir

Ko með nýjan þjálfara enn á ný
Lydia Ko.
Þriðjudagur 18. febrúar 2020 kl. 11:00

Ko með nýjan þjálfara enn á ný

Fyrrum efsta kona heimlistans, Lydia Ko, ætlar að reyna að einfalda sveifluna sína með fimmta sveifluþjálfaranum sínum í von um að auka möguleika sína á fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.

Ko sem endaði í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 er farin að vinna með Jorge Parada eftir að hafa unnið með þeim David Whelan, Ted Oh, Gary Gilchrist og David Ledbetter frá því að hún gerðist atvinnukylfingur árið 2013.

Ko fór að vinna með Whelan eftir að hún og Oh hættu samstarfi snemma árs 2019. Hún hefur núna staðfest að hún og Parada séu farin að vinna saman en Parada er íþróttastjóri Liberty National vallarins í New Jersey og hefur hann unnið með kylfingum á PGA mótaröðinni og LPGA mótaröðinni.

„Ég hef ekkert unnið með David [Whelan] í nokkrar vikur. Ég hef unnið með Jorge Parada í svolítin tíma.“

„Við erum að reyna að einfalda hlutina og reyna að gera hlutina eins og þegar ég var áhugakylfingur.“

„Þannig að við erum að nota myndir og myndbönd af sveiflunni síðan þá og reyna að einfalda hlutina. Við erum að vinna í því að vera með sveiflu sem virkar undir miklu álagi og að mér líði vel með sveifluna í hverju höggi.“

„Ég held að við séum á réttri leið.“