Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ko varði titil sinn Opna kanadíska
Lydia Ko náði frábærum árangri um helgina.
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 10:13

Ko varði titil sinn Opna kanadíska

Áhugakylfingurinn Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi varði í gær titil sinn á Opna kanadíska kvennamótinu sem fram..

Áhugakylfingurinn Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi varði í gær titil sinn á Opna kanadíska kvennamótinu sem fram fór á LPGA-mótaröðinni. Ko, sem er aðeins 16 ára gömul, lék holurnar 72 á samtals 15 höggum undir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á 64 höggum eða sex höggum undir pari.

Ko sigraði með miklum yfirburðum og varð fimm höggum betri en Karine Icher frá Frakklandi sem varð önnur. Brittany Lincicome og Caroline Hedwall urðu jafnar í þriðja sæti á níu höggum undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Sigurinn hjá Ko er svo sannarlega mikið afrek enda ekki á hverjum degi sem áhugakylfingur sigrar á stóru móti sem þessu. Ko hefur fyrir löngu stimplað sig í röð bestu kylfinga heims þrátt fyrir að leika sem áhugamaður. Vegna stöðu sinnar sem áhugamaður má hún ekki þiggja verðlaunafé í mótinu sem er 300 þúsund dalir. Það er spurning hvort hún fari að endurmeta stöðu sína í ljósi frábærs árangurs.

Lokastaðan í mótinu