Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Koepka: „Þetta er geggjað“
Brooks Koepka og Tiger Woods.
Sunnudagur 14. apríl 2019 kl. 23:05

Koepka: „Þetta er geggjað“

Þrátt fyrir að hafa endað einu höggi á eftir Tiger Woods á Masters mótinu, sem lauk í kvöld, var Brooks Koepka ekki að spara stóru orðinn þegar hann varður spurður út í það hvað honum þætti um úrslitin.

„Þetta er geggjað. Ég er svo ánægður að hann er kominn aftur. Þetta er eitt það skemmtilegast sem ég hef tekið þátt í, jafnvel þó svo að ég hafi endaði í öðru sæti. Auðvitað er ég pínu svekktur. En ég myndi ekki breyta neinu þó ég gæti það.“

Það er alveg ljóst að kylfingar á PGA mótaröðinni eru almennt mjög glaðir fyrir hönd Woods en eftir hringinn biðu kylfingar á borð við Justin Thomas, Zach Johnson, Brooks Koepka, Rickie Fowler og Ian Poulter eftir því að óska honum til hamingju með sigurinn.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)