Fréttir

Koepka: „Væri fínt að geta fengið 10 á lokaholunni“
Brooks Koepka.
Sunnudagur 19. maí 2019 kl. 15:00

Koepka: „Væri fínt að geta fengið 10 á lokaholunni“

Eins og fram hefur komið er Brooks Koepka með sjö högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu sem klárast í dag.

Með sigri kemst Koepka í efsta sæti heimslistans að nýju og yrði hann einnig aðeins fimmti kylfingurinn í sögu mótsins til að leiða frá fyrsta hring mótsins til enda.

Í viðtali eftir hringinn í gær sagði Koepka að lokahringurinn yrði líkt og hver annar hringur.

„Þetta er bara eins og hver annar hringur. Þetta verður bara eins aðrir hringir, ég fer út á völl og reyni að spila vel. Það væri fínt að geta fengið 10 á lokaholunni og verið í lagi.“

Það verður gaman að fylgjast með lokahringnum en síðustu menn hefja leik klukkan 18:35 að íslenskum tíma.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runra@vf.is
Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640