Fréttir

Koepka bætir stöðu sína í efsta sæti heimslistans
Brooks Koepka slær hér á Pebble Beach vellinum.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 11:38

Koepka bætir stöðu sína í efsta sæti heimslistans

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka endaði á sunnudaginn í öðru sæti á Opna bandaríska mótinu sem fór fram á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu.

Fyrir vikið styrkti hann stöðu sína á toppi heimslista karla í golfi og er nú með tæpum tveimur stigum á undan Dustin Johnson sem er annar.

Koepka hefur nú verið í efsta sæti heimslistans í 14 vikur og mun í næstu viku jafna árangur David Duval sem var á sínum tíma í 15 vikur í efsta sætinu.

Tvær breytingar urðu á efstu 10 sætunum milli vikna. Justin Rose og Rory McIlroy höfðu sætaskipti í 3. og 4. sætinu og Xander Schauffele fór upp fyrir Bryson DeChambeau í 9. sæti.

Staða efstu kylfinga heimslistans:

1. Brooks Koepka, 12,07
2. Dustin Johnson, 10,46
3. Justin Rose, 8,70
4. Rory McIlroy, 8,63
5. Tiger Woods, 7,47

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í golfi.

Sjá einnig:

Guðmundur fór upp um 247 sæti á heimslista karla