Fréttir

Koepka bætti sig um 10 högg
Brooks Koepka.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 8. mars 2020 kl. 20:11

Koepka bætti sig um 10 högg

Það voru miklar sveiflur milli þiðja og fjórða hrings hjá Brooks Koepka á Arnold Palmer Invitational en lokadagur mótsins er í fullum gangi.

Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hefur ekki náð sér á strik undanfarið og kórónaði hann það með sínum versta hring á ferlinum á PGA mótaröðinni þegar að hann kom í hús á 81 höggi, eða níu höggum undir pari. Á hringnum fékk hann átta fugla, einn skramba og aðeins einn fugl.

Það var aftur á móti allt annað upp á teningnum í dag en hann bætti sig um heil 10 högg en hann kom í hús á 71 höggi, eða höggi undir pari. Hann byrjaði þó daginn jafn illa og hann endaði hann því hann fékk skramba bæði á fyrstu og 18. holunni. Þar á milli fékk hann aftur á móti fimm fugla.

Eftir hringinn sagðist Koepka vera sannfærður um að gengi hans færi að batna.

„Ég fann eitthvað með pútternum, þannig pútterinn, tilfinningin er að koma. Ég er ánægður með hvernig ég er að pútta og stuttaspilið er gott. Ég þarf bara að finna út úr langaspilinu. Það hljómar óhefðbundið, en þetta kemur allt saman. Það er bara tímaspursmál.“