Fréttir

Koepka búinn að bæta árangur Scott
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 3. júní 2019 kl. 21:52

Koepka búinn að bæta árangur Scott

Brooks Koepka er sem fyrr efstur á heimslista karla í golfi en líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í dag var listinn uppfærður á mánudaginn eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims.

Koepka hefur nú verið í efsta sætinu í 12 vikur og er þannig kominn upp fyrir Adam Scott sem var 11 vikur í efsta sætinu árið 2014.

Einungis 16 kylfingar hafa verið lengur í efsta sætinu frá upphafi en Brooks Koepka sem mun í næstu viku jafna árangur Justin Rose haldi hann stöðu sinni á toppnum.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er RBC Opna kanadíska mótið og fer það fram dagana 6.-9. júní. Koepka er þar meðal keppenda en hann hefur ekki spilað í móti frá því hann sigraði á PGA meistaramótinu fyrir um tveimur vikum.

Listi kylfinga sem hafa vermt efsta sæti heimslistans lengst:

1. Tiger Woods, 683 vikur
2. Greg Norman, 331
3. Nick Faldo, 97
4. Rory McIlroy, 95
5. Dustin Johnson, 91
6. Seve Ballesteros, 61
7. Luke Donald, 56
8. Jason Day, 51
9. Ian Woosnam, 50
10. Nick Price, 44
11. Vijay Singh, 32
12. Jordan Spieth, 26
13. Lee Westwood, 22
14. Fred Couples, 16
15. David Duval, 15
16. Justin Rose, 13
17. Brooks Koepka, 12
18. Adam Scott, 11