Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Koepka: Hann hagaði sér eins og barn
Brooks Koepka.
Miðvikudagur 6. febrúar 2019 kl. 10:00

Koepka: Hann hagaði sér eins og barn

Spánverjinn Sergio Garcia hefur hlotið töluverða gagnrýni eftir mót síðustu helgar, Saudi International, þar sem hann hagaði sér illa á golfvellinum í tvo daga áður en hann var að lokum rekinn úr mótinu.

Brooks Koepka, sem er í öðru sæti heimslistans, var á meðal keppenda í mótinu. Koepka mætti í Playing Through hlaðvarpið eftir mót og ræddi meðal annars um hegðun Garcia í mótinu.

„Þetta er bara Sergio að haga sér eins og barn,“ sagði Koepka. „Það er óheppilegt að hann þurfi að gera þetta og kvarta. Allir þurfa að spila sama golfvöllinn. Ég spilaði ekki mjög vel en þú sérð í raun ekki annan gera þetta. Þú ert 40 ára gamall þannig þú verður að þroskast á endanum.“

„Að haga sér eins og barn er ekki svalt. Hann er ekki að sýna gott fordæmi og hann sýnir okkur enga virðingu né öðrum.“

Garcia, sem varð 39 ára gamall í síðasta mánuði, er skráður til leiks á Genesis Open sem fer fram á PGA mótaröðinni í vikunni.

Sjá tengdar fréttir:

Myndband: Garcia missir sig daginn áður en hann var rekinn úr móti
Sergio Garcia rekinn úr keppni í Sádí-Arabíu

Ísak Jasonarson
isak@vf.is