Fréttir

Koepka kominn upp fyrir Fred Couples
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 16:00

Koepka kominn upp fyrir Fred Couples

Líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í dag var heimslisti karla uppfærður á sunnudaginn eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims. Kylfingar á borð við Matt Wolff og Colin Morikawa tóku stór stökk en á toppnum urðu engar breytingar.

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hefur nú verið í efsta sæti heimslistans í 17 vikur og er þar með búinn að bæta árangur Fred Couples sem var á sínum tíma í 16 vikur á toppi listans.

Árangur Koepka er sá 14. besti frá stofnun listans árið 1986 og styttist nú í að hann nái árangri Lee Westwood (22 vikur) og Jordan Spieth (26).

Næsta mót hjá Brooke Koepka er Opna mótið sem fer fram á Royal Portrush vellinum eftir tæpar tvær vikur. Þangað mun hann mæta í leit að sínum fimmta risatitli.

Eftirfarandi kylfingar hafa verið lengst í efsta sæti heimslista karla frá stofnun hans árið 1986:

1 Tiger Woods 683
2 Greg Norman 331
3 Nick Faldo 97
4 Rory McIlroy 95
5 Dustin Johnson 91
6 Seve Ballesteros61
7 Luke Donald 56
8 Jason Day 51
9 Ian Woosnam 50
10 Nick Price 44
11 Vijay Singh 32
12 Jordan Spieth 26
13 Lee Westwood 22
14 Brooks Koepka 17
15 Fred Couples 16
16 David Duval 15
17 Justin Rose 13
18 Adam Scott 11
19 Ernie Els 9
20 Martin Kaymer 8
21 Justin Thomas 4
22 Bernhard Langer 3
23 Tom Lehman 1

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640