Fréttir

Koepka leikur á Evrópumótaröðinni
Brooks Koepka.
Föstudagur 14. september 2018 kl. 15:47

Koepka leikur á Evrópumótaröðinni

Sigurvegari Opna bandaríska og PGA meistaramótanna, Brooks Koepka, hefur staðfest þátttöku sína á Alfred Dunhill Links Championship mótinu sem fer fram í næsta mánuði á Evrópumótaröðinni.

Koepka, sem hefur einbeitt sér að PGA mótaröðinni undanfarin ár, hóf feril sinn á Áskorendamótaröðinni í Evrópu og vann sér þaðan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Koepka er meðal keppenda á Alfred Dunhill mótinu í fyrsta skiptið frá árinu 2015 þegar hann endaði í öðru sæti. Það árið sigraði Thorbjörn Olesen en þeir mætast einmitt í Ryder bikarnum seinna í mánuðinum.

Auk Koepka eru nokkrir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks á Alfred Dunhill mótinu. Helst ber að nefna þá Tyrrell Hatton, Tommy Fleetwood, Martin Kaymer, Ernie Els, Padraig Harrington og Graeme McDowell.

Ísak Jasonarson
[email protected]