Fréttir

Koepka með sjö högga forystu
Brooks Koepka.
Föstudagur 17. maí 2019 kl. 23:30

Koepka með sjö högga forystu

Það má með sanni segja að Brooks Koepka sé búinn að vera í algjörum sérflokki það sem af er PGA meistaramóti. Eftir tvo hringi er Koepka með sjö högga forystu á næstu menn.

Koepka setti nýtt vallarmet í gær þegar hann kom í hús á 63 höggum og hann fylgdi því svo eftir með hring upp á 65 högg í dag. Hann er því samtals á 12 höggum undir pari.

Næstir á eftir Koepka koma þeir Jordan Spieth og Adam Scott en þeir eru báðir á samtals fimm höggum undir pari.

Fimm kylfingar eru svo jafnir í fjórða sæti á samtals fjórum höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
[email protected]