Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Koepka: Það er hálf vandræðalegt
Brooks Koepka.
Miðvikudagur 30. janúar 2019 kl. 11:00

Koepka: Það er hálf vandræðalegt

Hægur leikhraði kylfinga á sterkustu mótaröðum heims hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Bryson DeChambeau er til að mynda einn af þeim kylfingum sem tekur mikinn tíma í flest högg og voru margir sem létu það fara í taugarnar á sér um helgina þegar hann sigraði á Omega Dubai Desert Classic.

Næst efsti kylfingur heimslistans, Brooks Koepka, var spurður út í hægan leikhraða í hlaðvarpi hjá Golf Monthly og var hann mjög hreinskilinn í svari sínu.

„Ég skil bara ekki hvernig það tekur eina mínútu og 20 sekúndur, mínútu og 15 sekúndur að slá golfbolta; það er ekki svona erfitt,“ sagði Koepka.

„Valið er alltaf á milli tveggja kylfa, þú getur misst hann of stutt eða langt. Það fer mjög í taugarnar á mér sérstaklega þegar þetta er kylfingur sem slær langt því þú veist að það eru tveir aðrir eða að minnsta kosti einn annar sem slær á undan þér þannig þú ættir að vera búinn að reikna allt út. 

Augljóslega ef þú ert fyrstur til að slá gætir þú tekið auka 10 sekúndur, en það tekur ekki svona langan tíma að slá, sérstaklega ekki ef það er ekki brjálaður vindur. Ef það er brjálaður vindur þá skil ég að menn taki sér mínútu og taki smá auka tíma í vindhviðum.“

„Sumir eru svo lengi að það er hálf vandræðalegt.“

Brooks Koepka er á meðal keppenda í Sádí Arabíu þar sem mót á Evrópumótaröðinni fer fram næstu daga. Fyrstu tvo hringi mótsins leikur hann með þeim Justin Rose og Henrik Stenson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640