Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu
Brooks Koepka.
Sunnudagur 19. maí 2019 kl. 22:53

Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu

Lokadagur PGA meistaramótsins var leikinn í dag og var það Brooks Koepka sem stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi lokadag.

Koepka var með sjö högga forystu fyrir daginn og bjuggust því margir við því að mótið væri svo gott sem búið. Eftir 10 holur á lokahringnum var forystu Koepka komin niður í fimm högg en Dustin Johnson var þá á þremur höggum undir pari. 

Þá kom kafli þar sem Koepka fékk fjóra skolla í röð og var forystan um tíma komin niður í eitt högg. Johnson tapaði aftur á móti tveimur höggum á lokaholunum og kom í hús á 69 höggum, eða höggi undir pari, og endaði mótið á sex höggum undir pari.

Koepka sigldi því sigrinum í hús en hann lék lokahringinn á 74 höggum, eða fjórum höggum yfir pari, og endaði mótið á samtals átta höggum undir pari, tveimur höggum á undan Johnson.

Þetta var fjórði risatitill Koepka en hann hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið tvisvar og PGA meistaramótið tvisvar.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)