Fréttir

Kosning um kylfing maí mánaðar stendur yfir
Matt Wallace
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 5. júní 2019 kl. 08:12

Kosning um kylfing maí mánaðar stendur yfir

Evrópumótaröð karla stendur mánaðarlega fyrir kosningu um kylfing mánaðarins. Tilnefningarnar fyrir kylfing maí mánaðar hafa verið birtar og berjast fjórir kylfingar um titilinn.

Marcus Kinhult vann sitt fyrsta mót á Evrópumótaröðinni í mánuðnum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Betfred Brithish Masters mótinu.

Mikko Korhonen sigraði á Volvo China Open mótinu og landaði þar með sínum öðrum sigri á Evrópumótaröðinni.

Matt Wallace endaði jafn í 2. sæti á Betfred British Masters mótinu og jafn í 3. sæti á PGA Meistaramótinu.

Bernd Wiesberger vann Made in Denmark mótið og lék alla fjóra hringina á undir 70 höggum.

Hægt er að kjósa um kylfing maí mánaðar með því að smella hér.