Fréttir

Kristján kann vel við sig í Eyjum og er í forystu fyrir lokahringinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 6. ágúst 2022 kl. 19:13

Kristján kann vel við sig í Eyjum og er í forystu fyrir lokahringinn

Kristján Þór Einarsson, Golfklúbbi Mosfellabæjar er með tveggja högga forskot eftir þrjá daga af fjórum á Íslandsmótinu í golfi í Eyjum. Kristján sem lék tvo fyrstu hringina á pari lék á sex undir í dag í frábærum hring. Hann varð Íslandsmeistari í Eyjum fyrir fjórtán árum síðan.

Kristján sótti á pinnana og setti sig í mörg fuglafæri sem hann nýtti sér vel. Hann fékk 3 fugla á fyrri 9 holunum og var svo kominn sjö undir eftir 16 holur. Hann gerði slæm mistök á 17. teig þegar upphafshöggið endaði í Atlantshafinu. Hann „sjankaði“ boltann. Kristján náði að róa taugarnar og sló næsta bolta inn á flöt en tapaði tveimur höggum. Hann mætti svo með auðveldan fugl á síðustu holu. Frábær hringur hjá Íslandsmeistaranum 2008. „Jú, ég kann vel við mig hér í Eyjum. Þetta var mjög góður hringur en hjartað sló mjög ört þegar í var komin sjö undir. En þetta slapp til og ég kláraði mjög góðan hring.“

Tveir kylfingar eru á -4. Kristófer Orri Þórðarson, GKG og Sigurður Bjarki Blumenstein, Golfklúbbi Reykjavíkur en jafnaði vallarmet Haraldar Franklín í dag. Sigurður lék á átta höggum undir pari, 62 höggum og var í miklu stuði. Þrír kylfingar eru á -3, Kristófer Karl Karlsson, GM, Böðvar Bragi Pálsson, GR og Birgir Guðjónsson GR en hann var með forystu eftir tvo daga.  Síðan koma fjórir kylfingar á -2. 

Staðan í karlaflokki:

Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið í Eyjum og lék á 62 höggum og er í 2.-3. sæti.

Kristófer Orri Þórðarson er í 2.-3. sæti á -4.