Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LET Access: Guðrún Brá örugg áfram eftir frábæran hring
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Fimmtudagur 21. júní 2018 kl. 18:56

LET Access: Guðrún Brá örugg áfram eftir frábæran hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst örugglega í gegnum niðurskurðinn á Lavaux Ladies mótinu sem er hluti af Let Access mótaröðinni eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 67 höggum. Hún er eftir daginn jöfn í 11. sæti á tveimur höggum undir pari.

Hringurinn hjá Guðrúnu Brá var hreint ótrúlegur. Hún fékk fimm fugla á hringnum og restin pör og tapaði því ekki höggi á hringnum. Á fyrri níu holunum fékk hún þrjá fugla og tvo á þeim síðari.

Efstu stelpur eru á sjö höggum undir pari og Guðrún Brá á því góðan möguleika á að ná sínum besta árangri á þessari næst sterkustu mótaröð Evrópu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun.

Berglind Björnsdóttir var einnig á meðal keppenda en hún náði sér ekki á strik í dag og lék á 79 höggum. Hún endaði mótið á 11 höggum yfir pari og komst því ekki áfram.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)