Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LET: Ólafía lék aftur á 69 höggum
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Laugardagur 22. september 2018 kl. 14:25

LET: Ólafía lék aftur á 69 höggum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er jöfn í 44. sæti fyrir lokahringinn á Estrella Damm Ladies Open sem fer fram á Evrópumótaröð kvenna í golfi. Ólafía lék annan daginn í röð á 69 höggum og er á þremur höggum undir pari eftir þrjá hringi.

Ólafía hóf leik á 9. holu í dag og lék sínar fyrstu níu á pari eftir einn skolla og einn fugl. Þegar þrjár holur voru eftir af hringnum var Ólafía enn á pari en hún lék síðustu þrjár holurnar á 2 höggum undir pari og fór upp um 10 sæti fyrir vikið.

Anne Van Dam hefur leikið best í mótinu til þessa en hún er á 20 höggum undir pari og með fimm högga forystu. Sigurvegari síðasta árs, Florentyna Parker, komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)