Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LET: Ólafía nánast örugg áfram eftir flottan hring
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Föstudagur 21. september 2018 kl. 12:39

LET: Ólafía nánast örugg áfram eftir flottan hring

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Estrella Damm Ladies Open á 2 höggum undir pari og kom sér upp í 44. sæti þegar fréttin er skrifuð.  Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Ólafía Þórunn, sem hafði leikið fyrsta hringinn á höggi yfir pari, lék á höggi undir pari á fyrri og seinni níu í dag og gerði fá mistök.

Niðurskurðurinn miðast nú við kylfinga á parinu, þ.e. kylfingar á parinu komast líklega áfram en kylfingar á höggi yfir pari eru úr leik. Það getur þó breyst þar sem fjölmargir kylfingar eru enn úti á velli.

Þriðji hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)