Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Lið Bjarka og Gísla þarf að vinna sig upp um þrjú sæti
Bjarki Pétursson.
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 09:04

Lið Bjarka og Gísla þarf að vinna sig upp um þrjú sæti

Landsliðskylfingarnir Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson eru á meðal keppenda á Pullman Regional mótinu sem fram fer í bandaríska háskólagolfinu dagana 13.-15. maí.

Fyrir lokahring mótsins er lið strákanna, Kent State, í þeirri stöðu að það þarf að vinna sig upp um þrjú sæti til þess að komast áfram í stærsta mót ársins, NCAA Nationals.

Eftir tvo hringi er Kent State í 8. sæti í liðakeppninni á sex höggum undir pari. Alls komast fimm lið áfram í NCAA Nationals mótið en Colorado State situr í 5. sæti á 12 höggum undir pari, sex höggum á undan Kent State.

Bjarki er samtals á höggi undir pari eftir tvo hringi og situr í 31. sæti í einstaklingskeppninni. Gísli lék ekki sitt besta golf á öðrum keppnisdegi og er samtals á 4 höggum yfir pari í 56. sæti í einstaklingskeppninni.

Lokahringur mótsins fer fram í dag, miðvikudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Gísli Sveinbergsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)