Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Litríkustu kylfingarnir með sverðatilburði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 12:08

Litríkustu kylfingarnir með sverðatilburði

Spánverjinn Miguel Angel Jimenez og Englendingurinn Andrew ‘Beef’ Johnson eiga það sameiginlegt að vera litríkir og skemmtilegir kylfingar. Jimenez hefur alla tíð verið með stuð og stemmningu en það hefur Johnson líka gert.

Á vef European mótaraðarinnar eru skemmtileg myndskeið sett saman sem sýna tvö glæsihögg hjá þeim félögum og viðbrögð þeirra eftir að boltinn datt í holu. Í tilviki Johnson var Jimenez með honum í ráshópi sem gerði þetta enn skemmtilegra. Spánverjinn bregður iðulega á leik með sverðatilburðum og dansi. Johnson ákvað að leika leikinn líka.

Þetta með að „slíðra sverðið“ er þó líklega upphaflega komið frá hinum litríka kylfingi Chi-Chi Rodríguez fá Puerto Rican. Við látum fylgja með gamalt myndskeið sem sýnir sverðatilburði Chi-Chi en þetta er það sem Muguel og ‘Beef’ eru að herma eftir.

View this post on Instagram

Beef 🆚 Miguel. Dance Battle. Pick one.

A post shared by European Tour (@europeantour) on