Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Ljóst hvaða kylfingar mætast í 8 manna úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni
Axel Bóasson og Andri Þór Björnsson mætast í 8 manna úrslitum.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 20. júní 2020 kl. 13:31

Ljóst hvaða kylfingar mætast í 8 manna úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni fer fram um helgina hjá Golfklúbbi Akureyrar. Riðlakeppni mótsins kláraðist fyrr í dag, laugardag, og er nú ljóst hvaða kylfingar mætast í 8 manna úrslitum í karla- og kvennaflokki.

Í karlaflokki er sigurvegari síðustu tveggja ára, Rúnar Arnórsson, úr leik eftir tap í dag gegn Ragnari Má Garðarssyni. Rúnar, Ragnar og Andri Már Óskarsson enduðu allir með jafn mörg stig í riðlinum en Andri Már komst áfram og mætir Guðmundi Ágústi Kristjánssyni í 8 manna úrslitum.

Í kvennaflokki vann Saga Traustadóttir alla sína leiki báða leiki sína í riðli 1 og er ein af sex konum sem hafa unnið alla sína leiki til þessa. Í 8 manna úrslitum mætir hún Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur.

8 manna úrslitin hefjast klukkan 14:32 í dag en á morgun fara undanúrslita- og úrslitaleikirnir fram.

8 manna úrslit kk:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) - Andri Már Óskarsson (GOS)
Hákon Örn Magnússon (GR) - Aron Snær Júlíusson (GKG)
Haraldur Franklín Magnús (GR) - Ólafur Björn Loftsson (GKG)
Axel Bóasson (GK) - Andri Þór Björnsson (GR)

8 manna úrslit kvk:

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) - Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR)
Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) - Eva Karen Björnsdóttir (GR)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) - Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS)
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) - Saga Traustadóttir (GR)

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.