Fréttir

Ljóst hverjir mætast í 8 manna úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni
Rúnar Arnórsson og Ragnhildur Kristinsdóttir geta enn varið titla sína.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 22. júní 2019 kl. 13:30

Ljóst hverjir mætast í 8 manna úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni, Securitas mótið, fer fram um helgina á Garðavelli á Akranesi. Riðlakeppni mótsins kláraðist fyrr í dag, laugardag, og er nú ljóst hvaða kylfingar leika í 8 manna úrslitum í karla-og kvennaflokki.

Sigurvegarar síðasta árs, Rúnar Arnórsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, eiga enn möguleika á að verja titla sína. 

Rúnar komst upp úr riðli 2 eftir sannfærandi sigur gegn Ragnari Má Garðarssyni og Helga Snæ Björgvinssyni en hann tapaði þó gegn Vikari Jónassyni í annarri umferð. Þeir Rúnar, Vikar og Ragnar enduðu jafnir með tvö stig í riðlinum en Rúnar fór áfram þegar búið var að taka tillit til innbyrðis viðureigna þeirra.

Í kvennaflokki vann Ragnhildur báða leiki sína í riðli 1 og er ein af sex konum sem hafa unnið alla sína leiki til þessa. Í 8 manna úrslitum mætir hún Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur.

8 manna úrslitin hefjast klukkan 14:00 í dag en á morgun fara undanúrslita- og úrslitaleikirnir fram.

8 manna úrslit kk:

Hákon Örn Magnússon (GR) - Ólafur Björn Loftsson (GKG)
Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR) - Hákon Harðarson (GR)
Jóhannes Guðmundsson (GR) - Björn Óskar Guðjónsson (GM)
Rúnar Arnórsson (GK) - Hlynur Bergsson (GKG)

8 manna úrslit kvk:

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) - Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK)
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) - Anna Sólveig Snorradóttir (GK)
Saga Traustadóttir (GR) - Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS)
Særós Eva Óskarsdóttir (GR) - Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD)

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.